27 desember, 2006

Nýtt heimili.

Jæja. Þetta er nú furðulegi staðurinn sem maður er kominn á. Bara ein önnur kisa, engin búr og mannveran leggst út af hérna og sefur bara. Auk þess sem hin kisan fer stundum eitthvað burtu. Ekki að það skipti mig það miklu máli. Hann er eigilega barasta fýlupúki. Urrar og hvæsir þegar ég er að skoða hann. Þegar hann er ekki í fýlu lengst út í horni efst upp á skáp.
Miklu áhugaverðara að skoða dótið hérna. Það er svo mikið af allskonar dóti hérna, klóruprik, teppi, boltar og teigjur. Og svo er alltaf matur. Og það er fullt af mjúkum stöðum til að sofa á og mannveran er svo oft að sinna mér. Ég verð að vera rosa duglegur að þæfa mannveruna til að láta vita að mér líði vel hérna.

22 desember, 2006

Urrrrrrrr..... Hvæsssss.....

Hvað er Kisupabbi eiginlega að hugsa? Koma með einhverja óþekkta kisu inn á heimilið? Hvurslags er þetta eiginlega? Og kötturinn sá arna bara veður í matinn eins og hann eigi heima hérna.
Ekki líst mér nú vel á þetta. Best að halda sig sem lengst frá þessarri boðflennu þar til allt kemst í fyrra horf.