27 desember, 2006

Nýtt heimili.

Jæja. Þetta er nú furðulegi staðurinn sem maður er kominn á. Bara ein önnur kisa, engin búr og mannveran leggst út af hérna og sefur bara. Auk þess sem hin kisan fer stundum eitthvað burtu. Ekki að það skipti mig það miklu máli. Hann er eigilega barasta fýlupúki. Urrar og hvæsir þegar ég er að skoða hann. Þegar hann er ekki í fýlu lengst út í horni efst upp á skáp.
Miklu áhugaverðara að skoða dótið hérna. Það er svo mikið af allskonar dóti hérna, klóruprik, teppi, boltar og teigjur. Og svo er alltaf matur. Og það er fullt af mjúkum stöðum til að sofa á og mannveran er svo oft að sinna mér. Ég verð að vera rosa duglegur að þæfa mannveruna til að láta vita að mér líði vel hérna.

22 desember, 2006

Urrrrrrrr..... Hvæsssss.....

Hvað er Kisupabbi eiginlega að hugsa? Koma með einhverja óþekkta kisu inn á heimilið? Hvurslags er þetta eiginlega? Og kötturinn sá arna bara veður í matinn eins og hann eigi heima hérna.
Ekki líst mér nú vel á þetta. Best að halda sig sem lengst frá þessarri boðflennu þar til allt kemst í fyrra horf.

24 nóvember, 2006

Veiiiiii !!!!! >¨< Gaman! Gaman!

Pabbi kom heim með eitthvað dót sem hvæsir smá þegar hann ýtir á annan endann á því. Sem er allt í lagi því þá kemur KATTAGRASLYKT!!!.... ZOMG ZOMG !!! :D :D :D Veeeiiiiii!!!!.... Og hann tók mýslurnar mínar og lét dótið hvæsa á þær og núna þegar ég er að leika mér við þær, þá er sko KAAAATTAAAAGRASSSSSSSLYYYYKTTTTT!!!!!!........ Veeeeeeiiiiiiiii!!!!!..... Og, og þegar ég sko fer að klóra klóruprikið, þá er KATTAGRASSSSSSLYYYYYYYKTTTTTTT!!!!!!!........ Happy! Happy! Joy! Joy!.... Happy! Happy! Joy! Joy!.... Veeiiiii!!!!!.......
Mjá, svo kom hann líka með kisunammi. Það er nammigott.
Og einhvern skrýtinn bursta sem hann vill endilega vera að hamast í mér með, en ætli það sé ekki í lagi að leyfa honum það. Ekki það að það tengist neitt, en feldurinn minn er ekki með eins mikinn flóka og áður. Ég sem var að hafa áhyggjur af því hvort það þyrfti jafnvel að fara að endurnefna mig Loðmund Flóka.
Svo fór ég út í dag. Það var gaman. Það er allt fullt af þessu hvíta, kalda dóti, en það er allt í lagi þar sem ég er af norskum ættum. Mjám.
Jæja, best að fara að leggja sig. Held ég hafi gott af því.
Var ég annars búinn að minnast á kattagraslykt?

07 september, 2006

Hrumpf!!!

Hvaða gagn er eiginlega í því að hafa Kisupabba heima ef hann getur svo ekki hleypt mér inn þegar þess þarf? Nú er ég rennandi blautur. Og ég sem var búinn að vera svo góður við hann seinustu nótt. Þvoði honum í framan á meðan hann svaf og allt.
   Það er enginn afsökun að hann hafi verið í pyntingarklefanum að bleyta sjálfan sig. Hann á hvort sem er að hætta þeirri vitleysu. Honum væri nær að ... Er þetta blautmatur sem ég finn lykt af? Er pabbi að flá álbakkadýr fyrir mig? Nammi namm. Mjáááúúúú.......

04 september, 2006

Leiðinlegt að vera blautur.

Það er leiðinlegt að vera blautur. Mjá!
   Það ringdi og ringdi og ringdi á meðan ég var úti í dag og svo þegar ég ætlaði að fara heim þá var Kisupabbi ekkert heima. Kjánaprikið sáarna, mjá! Veit hann ekki að ég kemmst ekki inn nema hann hleypi mér inn?
   Hann kom nú á endanum. En ekki var hann neitt að flýta sér heim. Hvaða þvælingur er þetta alltaf á honum? Ef hann væri ekki svona duglegur að veiða eitthvað ætilegt í plastpokana sína værum við bræðurnir löngu búnnir að banna honum að vera á þessu flakki.
   Svo þóttist hann ekkert skilja þegar ég fór að skamma hann og kvarta yfir lélegri þjónustu. En maður mildaðist nú ögn þegar í ljós kom að hann hafði klófest þetta fína AB-mjólkurdýr. Nammi namm.
Og svo er svo notalegt að kúra hjá honum. Purrrr...

Kveðja,
Loðmundur Skuggi.

Fleiri sem kannast við þetta vandamál?

Yukk!

03 september, 2006

Það kom fólk í heimsókn.

Kisupabbi kom með eitthvað fólk í heimsókn í nótt.
   Skröggur var heima þegar það kom en leist ekkert betur á blikuna en það að hann notaði tækifærið þegar opið var fram á gang til að skjótast út. Hann ætt nú að skammast sín því hann veit það jafn vel og ég (humm... hóst... humm...) að það er stranglega bannað að fara fram á gang. Einmitt þá beið ég þægur og þolinmóður fyrir utan eftir hentugu tækifæri til að vekja athyggli á því að ég væri reyðubúinn til að koma inn aftur. Mér brá því ögn þegar hurðinn opnaðist og Skröggur skaust út. Ég var í vafa hvað skildi gera næst, hvort ég ætti ekki að rjóka á eftir Skröggi og skamma hann fyrir óþekktarskapinn þegar Kisupabbi teigði sig í mig og bar mig inn.
   Ekki minnkaði undrun mín að sjá þar fullt hús af fólki. Eftir að hafa varfærnislega kannað aðstæður úr fjarlægð sannfærðist ég um að úr því að Sessamamma væri í hópnum væri alveg á það hættandi að skoða hópinn nánar, sleikja örfáa nefbrodda og gera mig dúllulegan í von um smá klapp og knús.
   Annars er það í fréttum að Kisupabbi er búinn að vera eitthvað slappur undanfarna daga og þurfti ég að vera rosa duglegur að passa hann og hjúfra mig upp að honum svo honum yrði ekki kalt. Hann er orðinn skárri núna en það er samt öruggara að passa hann áfram.

Kveðja, Loðmundur Skuggi.