04 september, 2006

Leiðinlegt að vera blautur.

Það er leiðinlegt að vera blautur. Mjá!
   Það ringdi og ringdi og ringdi á meðan ég var úti í dag og svo þegar ég ætlaði að fara heim þá var Kisupabbi ekkert heima. Kjánaprikið sáarna, mjá! Veit hann ekki að ég kemmst ekki inn nema hann hleypi mér inn?
   Hann kom nú á endanum. En ekki var hann neitt að flýta sér heim. Hvaða þvælingur er þetta alltaf á honum? Ef hann væri ekki svona duglegur að veiða eitthvað ætilegt í plastpokana sína værum við bræðurnir löngu búnnir að banna honum að vera á þessu flakki.
   Svo þóttist hann ekkert skilja þegar ég fór að skamma hann og kvarta yfir lélegri þjónustu. En maður mildaðist nú ögn þegar í ljós kom að hann hafði klófest þetta fína AB-mjólkurdýr. Nammi namm.
Og svo er svo notalegt að kúra hjá honum. Purrrr...

Kveðja,
Loðmundur Skuggi.

Engin ummæli: