07 september, 2006

Hrumpf!!!

Hvaða gagn er eiginlega í því að hafa Kisupabba heima ef hann getur svo ekki hleypt mér inn þegar þess þarf? Nú er ég rennandi blautur. Og ég sem var búinn að vera svo góður við hann seinustu nótt. Þvoði honum í framan á meðan hann svaf og allt.
   Það er enginn afsökun að hann hafi verið í pyntingarklefanum að bleyta sjálfan sig. Hann á hvort sem er að hætta þeirri vitleysu. Honum væri nær að ... Er þetta blautmatur sem ég finn lykt af? Er pabbi að flá álbakkadýr fyrir mig? Nammi namm. Mjáááúúúú.......

Engin ummæli: