03 september, 2006

Það kom fólk í heimsókn.

Kisupabbi kom með eitthvað fólk í heimsókn í nótt.
   Skröggur var heima þegar það kom en leist ekkert betur á blikuna en það að hann notaði tækifærið þegar opið var fram á gang til að skjótast út. Hann ætt nú að skammast sín því hann veit það jafn vel og ég (humm... hóst... humm...) að það er stranglega bannað að fara fram á gang. Einmitt þá beið ég þægur og þolinmóður fyrir utan eftir hentugu tækifæri til að vekja athyggli á því að ég væri reyðubúinn til að koma inn aftur. Mér brá því ögn þegar hurðinn opnaðist og Skröggur skaust út. Ég var í vafa hvað skildi gera næst, hvort ég ætti ekki að rjóka á eftir Skröggi og skamma hann fyrir óþekktarskapinn þegar Kisupabbi teigði sig í mig og bar mig inn.
   Ekki minnkaði undrun mín að sjá þar fullt hús af fólki. Eftir að hafa varfærnislega kannað aðstæður úr fjarlægð sannfærðist ég um að úr því að Sessamamma væri í hópnum væri alveg á það hættandi að skoða hópinn nánar, sleikja örfáa nefbrodda og gera mig dúllulegan í von um smá klapp og knús.
   Annars er það í fréttum að Kisupabbi er búinn að vera eitthvað slappur undanfarna daga og þurfti ég að vera rosa duglegur að passa hann og hjúfra mig upp að honum svo honum yrði ekki kalt. Hann er orðinn skárri núna en það er samt öruggara að passa hann áfram.

Kveðja, Loðmundur Skuggi.

3 ummæli:

Miss Red Socks sagði...

ÆÆÆÆÆÆÆJI!

Nafnlaus sagði...

Þú varst gasasætur í gær Loðmundur dúllubossi en má ég spyrja hvers vegna tjúllaðistu þarna í endann þegar við stóðum fram í eldhúsi oh hugðum á heimferð? Varstu svona glaður að við værum á förum ha?

Loðmundur Skuggi, Skröggur Svartnef og Ófeigur Ljósberi sagði...

Það er bara svo flókið mál og mikil vinna að fylgjast með hvað allir séu að gera þegar það eru svona margir á hreyfingu í einu.

Loðmundur